Allar líkur eru á því að milljarðamæringurinn Petro Porosjenkó hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í Úkraínu um helgina. Miðað við spár og fyrstu tölur verður Porosjenkó með um 56% atkvæða. Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, var næst andstæðinga Porosjenkó með 12,9% atkvæða.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir að Porosjenkó hafi lýst því yfir að eitt af fyrstu verkum sínum sem forseti Úkraínu verði að binda endi á óeirðina í landinu og muni hann fara til austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar hliðarhollir Rússum hafa víða tekið völdin. Þá ku Porosjenkó mótfallinn aðgerðum Rússa og mótfallinn innlimum landsins á Krímskaga.

BBC segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að virða niðurstöður kosninganna í Úkraínu.