Porsche seldi fleiri bíla á fyrra helmingi rekstrarárs (31. júlí --31. des.)  síns en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir eða 46.600 bifreiðar frá því ágúst en það er nær 19% meira en á sama tímabili 1996-1997. Veltan jókst um 14,2% á milli í 3,5 milljarða evra eða 342 milljarð íslenskra króna og var það einnig yfir væntingum greinenda að því er kemur fram í Das Handelsblatt.

Rekstur Porsche hefur gengið glimrandi vel árum saman undir stjórn forstjórans, Wendelin Wiedekings, sem er líklega hæstlaunaðasti forstjórinn í  Þýskalandi og Porsche er nú stærsti einstaki hluthafinn í Volkswagen með 31% hlut.

Gengi bréfa Porsche hafði hækkað um 4,5% í kauphöllinni í morgun eftir að sölu- og veltutölur höfðu verið gerðar opinberar.