Þýski bílaframleiðandinn Porsche tilkynnti í dag að félagið hefði aukið hlut sinn í öðrum þýskum bílaframleiðanda, Volkswagen en þannig hefur Porsche nú eignast meirihluta í félaginu.

Porche átti fyrir um 42% hlut í Volkswagen en jók hlut sin í dag í 50,76% og stefnir að því að eignast um 75% síðar á þessu ári.

En þó svo að Porsche eignist 75% hlut í Volkswagen eru lög félagsins þannig uppsett að þýska fylkið Saxony, sem á um 20% hlut í Volkswagen getur beitt neitunarvaldi. Þannig verður Porsche ekki allsráðandi í félaginu.