Bílaframleiðandinn Porsche hyggur á 5 milljarða evra hlutafjárútboð þann 30. mars næstkomandi, gagngert til þess að draga úr skuldum félagsins.

Stjórn hefur samþykkt að selja ný hlutabréf til núverandi eigenda á 38 evrur á hlut. Það er um 32% lægra verð en í kauphöll.

Porsche og Volkswagen stefna enn að samruna en ákvörðun um slíkt var tekin í ágúst 2009. Það ferli hefur hinsvegar gengið hægar en búist var við og má meðal annars rekja til skuldastöðu félaganna.