*

föstudagur, 18. september 2020
Erlent 26. júlí 2016 18:41

Porsche leitar að hæfileikum

Porsche ætlar sér að fjárfesta einum milljarði evra til þess að keppa við Elon Musk og félaga. Fyrsti rafbíll fyrirtækisins á að koma út árið 2019.

Ritstjórn
MIssion E

Þýski bílaframleiðandinn Porsche, ætlar sér að koma rafbíl á markað árið 2019. Til þess að ná þeim markmiðum hefur félagið áætlað að fjárfesta einum milljarði evra. Þetta kemur fram á vef BBC.Spáð er að rafbílavæðing Porsche skapi allt að 1.400 störf.

Mannauðsstjóri fyrirtækisins, Andreas Haffner, vinnur nú hörðum höndum að því að finna hæfileikaríka einstaklinga í rafbílateymið. Félagið er nú þegar farið að keppa við ýmsa aðila um verkfræðinga og tölvunarfræðinga. Peningar einir virðast lítið geta gert í stríðinu við Tesla og önnur félög. Mannauðurinn er lykil atriði, en réttu hæfileikarnir eru afar sjaldgæfir.

Stikkorð: Bílar Porsche Tesla