Þýski bílaframleiðandinn Porsche var skráður í gær í kauphöllina í Frankfurt.

Útboðsgengið var 82,5 evrur á hlut og stendur gengið nú í 83,4 evrum. Gengið fór hæst í 86,76 evrur á hlut en lækkaði í takt við evrópska hlutabréfamarkaðinn.

Markaðsvirði Porsche í útboðinu var 75 milljarðar evra, eða 10.500 milljarðar íslenskra króna.

Markaðsvirði Volkswagen, fyrrum eiganda Porsche, er hins vegar 67,4 milljarðar evra. Porsche er sem sagt meira virði en Audi, Bentley, Cupra, Lamborghini, Seat, Skoda og Volkswagen samanlagt.

Útboðið á Porsche var það stærsta í evrópskri kauphöll í um áratug.

© EPA (Brexit)