Ákvörðun Davíðs Oddssonar bar merki um pólitík, tæknilega vangetu og vanþekkingar á mörkuðum þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni.

Þetta segir Richard Portes, hagfræðiprófessor við London Business School í grein í Financial Times í dag. Greinin ber fyrirsögnina „hræðileg mistök bakvið hrun Íslands.“

Þá kennir hann ummælum Davíðs í Kastljósþætti í síðustu viku um fall Kaupþings. Að sama skapi segir Portes að ágangur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hafi „ekki verið hans besta stund í fjármalakrísunni.“

Portes segir íslensku bankana hafa verið vel rekna og allir hafi þeir sýnt góð uppgjör á fyrri helmingi ársins. Hann segir bankana hafa komið vel undan „mini krísunni“ eins og hann kallar það árið 2006.

Þá segir Portes að vandamálin hér á landi megi rekja til röð stjórnmálamistaka. Hann segir þó að Íslands hafi verðmætan mannauð og spáir því að hagsæld muni aukast hér á landi á ný.

Portes hefur mikið fjallað um íslenskt fjármálalíf  og meðal annars unnið skýrslur fyrir viðskiptabankana og Viðskiptaráð.

Sjá grein Portes.