Portúgal er fyrsta evrulandið sem hefur fengið staðfestingu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir því að vera komin með heilbrigðan fjárhag eftir evrukrísuna. Á síðasta ári lækkaði hallarekstur portúgalska ríkisins niður í 2% af vergri landsframleiðslu, og þar með er hann kominn niður fyrir 3% mörkin sem ESB hefur sett. Þar með getur ríkið hætt að vera hluti af skuldaaðgerðum Evrópusambandsins.

Eftir að ríkið fékk aukin lán vegna skuldastöðu sinnar árið 2011, þurfti ríkið að undirgangast skilyrði um miklar aðhaldsaðgerðir, sem voru leiddar af miðhægri stjórninni sem var við völd. En í kosningum árið 2015 komust sósíalistar á ný til valda, sem hafa hætt aðhaldsaðgerðunum að því er BBC segir frá.

Á sama tíma eru bæði Frakkland og Spánn enn undir aðhaldsaðgerðum Framkvæmdaráðsins, en hallarekstur Frakklands nam 3,4% á síðasta ári, meðan á Spáni var hann 4,5%. Þó öll ríki ESB eigi að hlýta skilyrðunum um að vera undir 3% markinu, getur framkvæmdastjórnin einungis sektað þau 19 ríki sambandsins sem eru í evrunni.