Ríkisstjórn Portúgal er fallin eftir að vinstriflokkar sameinuðust gegn henni í kosningu á þingi.

123 þingmenn kusu gegn því að ríkisstjórnin héldi völdum meðan 107 kusu með henni í 230 manna þingi Portúgal.

Coelho, sem er sósíaldemókrati, átti fullt í fangi með að stýra þjóðinni gegnum fjárhagslegar björgunaraðgerðir og fékk ekki þann stuðning sem til þurfti svo hann gæti myndað sterkan meirihluta til stjórnar.

Antonio Costa, leiðtogi sósíalistaflokksins, segist geta myndað minnihlutastjórn með sínum 86 löggjafarþingmönnum gegn þeim 107 sem eru í slagtogi með Coelho.

Samkvæmt stjórnarskrá Portúgal er það undir forseta ríkisins Anibal Cavaco Silva komið hvort Costa verður boðinn forsætisráðherrastóllinn, Coelho verði boðið að sitja áfram, eða hvort einhver annar hæfari til starfans verði fundinn þar til nýjar kosningar verða haldnar eftir apríl næstkomandi.