Seðlabanki Portúgal hefur lýst því yfir að portúgalski bankinn Banco Espirito Santo (BES) hafi ekki þörf á fjárhagslegri aðstoð. Er seðlabankinn með þessu að reyna að róa taugar fjárfesta, en í gær féll gengi hlutabréfa BES töluvert, sem og gengi bréfa Espirito Santo Financial Group, sem á 25% hlut í bankanum.

Óskaði síðarnefnda félagið eftir því að viðskiptum með bréf í félaginu yrði hætt tímabundið vegna fjárhagslegra örðugleika stærsta hluthafa þess, Espirito Santo International.

Í frétt BBC segir að þetta hafi vakið upp að nýju áhyggjur af evrópskum bönkum og leitt til lækkunar á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu.