Póst- Keynesistar líta á sig sem hina raunverulegu arftaka hins margfræga (eða alræmda, eftir því hver á í hlut) John Maynard Keynes. Þeir telja að á áratugunum eftir stríð hafi meintir Keynesistar misst sýn á Keynesismanum og eru um margt ósammála kenningu ný-Keynesista.

Þetta þýðir þó ekki að póst-Keynesistar eins og kanadíski hagfræðiprófessorinn Marc Lavoie séu fastir í fortíðinni og geri lítið annað en að lesa upp úr General Theory hver fyrir annan.

John Maynard Keynes
John Maynard Keynes
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þvert á móti er mjög margt af því sem viðurkennt er að tilheyri póst-Keynesískri hugsun ekki að finna í skrifum Keynes sjálfs.

Á morgun heldur Lavoie fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og fara yfir afstöðu póst-Keynesískrar hagfræði til margra af helstu álitamálum hagfræðinnar.

Lavoie er prófessor við hagfræðideild Ottawa háskóla í Kanada og leggur þar áherslu á póst-Keynesíska hagfræði.

Marc Lavoie hefur skrifað töluvert um hagfræði íþrótta, einkum íshokkí. Hann á ekki langt að sækja íþróttaáhugann. Hann var sjálfur fulltrúi Kanada í skylmingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 og í Los Angeles árið 1984.

Ítarlega er fjallað um John Maynard Keynes, póst-Keynesískar hagfræðikenningar og Marc Lavoie í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.