Póst- og fjarskiptastofnun telur nauðsynlegt að endurskoða reglur um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga, í ljósi tíðra breytinga á fjarskiptamarkaði. Stofnunin hefur því gert drög að breyttum reglum um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga.

Þá hefur Póst- og fjarskiptastofnun jafnframt gert drög að reglum um er kveður á um skyldu fjarskiptafyrirtækja sem reka almenna talsímaþjónustu til að bjóða notendum númerabirtingu í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd. Póst- og fjarskiptastofnun er ætlað að setja reglur um fyrirkomulag númerabirtinga.

Drögin taka mið af tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga og um verndun einkalífs á sviði rafrænna fjarskipta. Persónuvernd óskar jafnframt eftir umsögnum hagsmunaaðila varðandi ofangreindar breytingar.