*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 7. febrúar 2006 15:05

Pósthúsið skýrir tap hlutdeildarfélaga

Ritstjórn

Í uppgjöri Dagsbrúnar kemur fram að tap varð af rekstri hlutdeildarfélaga. Á fundi með markaðsaðilum í morgun kom fram hjá Viðari Þorkelssyni, fjármálastjóra fyrirtækisins, að tapið skýrist fyrst og fremst af rekstri Pósthúsins sem sér um dreifingu á blöðum Dagsbrúnar. Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 85 miljónir króna og í ljósi þessara orða Viðars má ætla að afkoma Pósthúsins hafi verið neikvæð sem þessu nemur.

Á fundinum sagði Viðar að endurskipulagning á rekstri Pósthússins stæði yfir og á meðan að svo stæði mætti gera ráð fyrir að framlegð væri lítil. Það mátti þó skilja hann svo að jákvæð framlegð yrði af rekstri Pósthússins á þessu ári og að hjá félaginu væru að gerast ágætir hlutir. Einnig sagði hann að bundnar væru vonir við að rekstrarstaða félagsins batnaði þegar einokun Póstsins yrði afnumin.