Skiptum á þrotabúi félagsins P-vínbar ehf., sem sá um rekstur á Pósthúsinu vínbar, er lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem námu rúmum 23,9 milljónum króna.

Skiptastjóri búsins, Björn L. Bergsson hæstaréttarlögmaður, segir að skiptin hafi verið afar einföld, enda engar eignir í búinu. „Félagið hafði tekið á leigu rekstur staðarins með öllum tækjum og tólum og því takmarkað af eignum í búinu,“ segir Björn. Vínbarinn var opnaður vorið 2009 en dyrnar stóðu hins vegar ekki lengi opnar, því fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í desember í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.