Póstmannafélag Íslands hefur samþykkt nýjan kjarasamning við Íslandspóst. Samningurinn var samþykktur með 73% greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 866 en atkvæði greiddu 398 sem gerir kosningaþátttöku upp á 46%.

Póstmannafélagið er þar með fyrsta aðildarfélag BSRB sem samþykkir nýja kjarasamninga í atkvæðagreiðslu en fyrir skemmstu höfnuðu bæði Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu nýjum samningum við Reykjavíkurborg.

Samningurinn sem PFÍ hefur nú samþykkt gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015.