Íslandspóstur ohf. var með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur á miðvikudag sýknað af kröfu tveggja fyrrverandi starfsmanna um greiðslu tólf mánaða biðlauna í kjölfar uppsagna.

Fólkið hafði starfað hjá forvera Póstsins, Póstog símamálastofnun, frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Pósturinn byggði á því á móti að biðlaunaréttur hefði fallið niður þegar Pósti og síma var skipt upp í Landssímann og Íslandspóst.

Að mati dómsins hafði biðlaunarétturinn fallið niður við umbreytinguna frá stofnun til hlutafélags. Þá yrði ekki leitt af lögum að Póstinum bæri um ókominn tíma skyldu sem ríkisstofnun gagnvart starfsfólki sem áður starfaði hjá Pósti og síma. Samanlögð krafa stefnenda, án tilliti til dráttarvaxta, var rúmlega 25 milljónir króna.

Ljóst er að hefði dómur í málinu fallið á annan veg hefði það haft áhrif á önnur opinber hlutafélög