Óvissa er uppi um hvort og að hvaða marki Íslandspóstur ohf. hafi notað tekjur af einkaréttarrekstri sínum til að niðurgreiða samkeppnisrekstur á einkamarkaði. Þetta má ráða af ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) og ummælum forstjóra PFS og Íslandspósts í fjölmiðlum.

Þá hefur samstarf og eftirlit PFS með Íslandspósti ohf. sætt gagnrýni af hálfu Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ), sem hefur beint erindum til umboðsmanns Alþingis og innanríkisráðuneytis. Umboðsmaður hefur málið til skoðunar, en samtökin telja PFS ekki trúverðugan og hlutlægan eftirlitsaðila þegar kemur að málefnum Íslandspósts ohf.

Mikil óvissa um sundurliðun Íslandspósts

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 27. október síðastliðinn var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði meinta ólögmæta niðurgreiðslu Íslandspósts ohf. á samkeppnisrekstri til rannsóknar. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir að sú rannsókn standi nú yfir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .