*

sunnudagur, 20. júní 2021
Erlent 10. janúar 2016 13:30

Potturinn gæti orðið 169 milljarðar

Enginn var með allar tölur réttar í Powerball lottóinu í Bandaríkjunum í gær. Yrði stærsti lottópottur í sögu Bandaríkjanna.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Enginn fékk allar tölur réttar í Powerball lottóinu í Bandaríkjunum í gær. Potturinn var kominn í 950 milljónir Bandaríkjadala eða um 123 milljarða íslenskra króna og var orðinn stærsti lottópottur í sögu Bandaríkjanna. Nú er útlit fyrir að potturinn stækki í 1,3 milljarða Bandaríkjadala eða um 169 milljarða íslenskra króna. 

Vinningstölurnar í gærkvöldi voru 16-19-32-34-57 og 13 en til að vinna pottinn verður þátttakandi að hafa allar sex tölur réttar. Líkurnar á því að vera með allar tölur réttar í gær voru metnar ein á móti 292,2 milljónum.

Potturinn byrjaði í 40 milljónum Bandaríkjadala 4. nóvember síðastliðinn og hefur enginn verið með réttar tölur síðan þá. Í haust gerðu stjórnendur Powerball lottósins breytingar á reglum þess sem gerðu líkur á vinningi minni. Á föstudaginn höfðu alls selst miðar fyrir 277 milljónir Bandaríkjadala og búist er við að um 400 milljónir dölum til viðbótar hefði verið varið í lottómiða í gær. 

Stikkorð: lottó Powerball