Efnahagsbatinn hér í kjölfar bankahrunsins er ásættanlegur. Atvinnuleysi er þó enn of mikið. Þetta segir Poul Thomsen, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjósðins (AGS) og núverandi formann sendinefnda AGS gagnvart Grikklandi og Portúgal. Hann var fulltrúi AGS á Íslandi þegar kallað var eftir aðstoð sjóðsins haustið 2008.

Poulsen hefur skrifað grein um vinnu sína og sjóðsins hér í tengslum við ráðstefnu stjórnvalda og AGS um efnahagshrunið og lærdóminn sem draga megi af því. Ráðstefnan hefst á morgun.

Thomsen segir að þegar hann hafi komið hingað í október 2008 hafi ástæður verið mjög erfiðar. Bankarnir þrír, Glitnis, Kaupþing og gamli Landsbankinn, hafi þá nýverið farið á hliðina og dregið fjármálakerfi landsins með sér. Óvissan hafi verið gríðarleg, ekki síst í skugga þess að gengi krónunnar hafði líka hrunið og aukið mjög á skuldir bæði heimila og fyrirtækja landsins.

Þá bendir Thomsen á að skuldir föllnu bankanna hafi numið meira en 1.000% sem hlutfall af landsframleiðslu og óvíst hvernig þeim yrði skipt upp á milli lansbankanna og erlendra kröfuhafa.

Thomsen segir AGS hafa þurft að beita óhefðbundnum aðferðum til að koma hagkerfinu á réttan kjöl, þar á meðal hafi verið innleidd gjaldeyrishöft sem fáir eigi að venjast.

Thomsen segir hagkerfið hafa snúið aftur úr kreppu og ný störf orðið til þótt atvinnuleysi sé enn of mikið í sögulegu samhengi. Dollaraútgáfa ríkissjóðs í júní ber merki þess að hagkerfið sé að snúa til betri vegar. Hins vegar verði að gera betur og leita leiða til að draga úr atvinnuleysi.