*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Erlent 22. apríl 2019 14:00

Börn Povlsen meðal látinna

Þrjú börn danska milljarðamæringsins Andres Holch Povlsen létust í sprengiárás í Sri Lanka.

Ritstjórn
Andres Holch Povlsen er eigandi Bestseller fataverslunarkeðjunnar og ríkasti maður Danmörku.
Aðsend mynd

Þrjú börn danska milljarðamæringsins Andres Holch Povlsen létust í sprengiárás í Sri Lanka á páskadag. BBC greinir frá þessu en upplýsingar um árásina eru takmarkaðar og ekki hefur verið greint frá nöfnum hinna látnu.

Tala látinna er samkvæmt nýjustu fréttum 290 en sprengiárásir voru gerðar í nokkrum kirkjum og lúxsushótelum á Páskasunnudag. Flestir hinna látnu eru kristnir íbúar Sri Lanka sem voru við páskadagsmessu. Talið er að 36 erlendir ríkisborgar hafi látið lífið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjunum en 24 hafa verið handteknir vegna málsins.

Sjá einnig: Ríkasti Daninn er hlédrægur tískumógúll

Povlsen er eigandi alþjóðlegu fataverslunarkeðjunnar Bestseller og stærsti hluthafi fatavörurisans Asos. Hann er jafnframt stærsti landeigandi Bretlands.