Jay Powell, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, tilkynnti á miðvikudaginn sl. að vextir bankans yrðu óbreyttir. Samkvæmt frétt Financial Times eru greinendur óvissir í hvorn fótinn þeir eigi að stíga eftir að Powell dróg úr áhyggjum af verðbólgu þegar hann rökstutti ákvörðunina á blaðamannafundi. Fyrir fáeinum vikum hafi Powell hins vegar sagt að stærsta áskorun Seðlabankans væri verðstöðugleiki.

Orðræða Powell á miðvikudaginn þykir marka viðsnúning í stefnu bankans en greinendur höfuð reiknað með að bankinn myndi tilkynna að vextir yrðu lækkaðir í sumar þar sem hægt hafi mjög á verðhækkunum að undanförnu. Powell sagði hins vegar minni verðbólgu ekki endurspegla undirliggjandi vanda í hagkerfinu heldur stafa af tímabundnum breytingum á markaðsaðstæðum.

Financial Times segir vaxandi óánægju meðal greinenda og fjárfesta með skilaboð Seðlabankans sem þykja torræð og misvísandi. Financial Times hefur eftir greinanda í eignastýringu hjá Morgan Stanley Investment Management að Powell eigi í vandræðum með að koma réttum skilaboðum áleiðis og að greinendur reikni nú með því að hann geri mistök í hvert sinn sem hann tali opinberlega því þannig hafi það verið hingað til.