*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 31. janúar 2019 19:00

Powell tekur u-beygju

Bandaríski Seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum en orðræða bankastjórans gerbreyttist.

Ritstjórn
Jay Powell bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna breytti um tón á síðasta fundi bankans
epa

 

Bandarískir Seðlabankinn hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á nýju ári sem haldinn var í gær, en skv. frétt Financial Times mátti greina róttæka stefnubreytingu í orðum Jay Powell seðlabankastjóra á fundinum. Fyrir sex vikum hækkaði bankinn vexti og gaf sterkt til kynna að frekari vaxtahækkanir væru í kortunum, en eftir fundinn í gær telja markaðsaðilar allt eins líklegt að vextir verði lækkaðir.

Powell rökstuddi ákvörðun bankans í gær benti hann á tvo megin þætti. Annars vegar meiri óvissu tengdum hægri vexti í Kína og Evrópu, meiri spennu í milliríkjaviðskiptum, aukinni hættu á harðri lendingu í Brexit og loks neikvæðum áhrifum lokunar alríkisstofnanna í Bandaríkjunum. Hins vegar séu merki um þrengri skilyrði á fjármálamörkuðum og samdrátt í útlánum.

Financial Times hefur eftir markaðsaðilum að stefnubreytingin sé sú róttækasta sem bankinn hafi tekið í áraraðir.    

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is