*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Erlent 22. nóvember 2021 15:25

Powell tilnefndur seðlabankastjóri

Joe Biden hefur tilkynnt að hann muni tilnefna Jerome Powell til embættis seðlabankastjóra Bandaríkjanna.

Jóhann Óskar Jóhannsson
Powell verður áfram seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
epa

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann muni tilnefna Jerome Powell til embættis seðlabankastjóra Bandaríkjanna til næstu fjögurra ára, en Powell hefur gengt embættinu frá árinu 2018. Því mun Powell sinna starfi seðlabankastjóra í a.m.k. tvö skipunartímabil, staðfesti Bandaríkjaþing tilnefninguna. Biden mun jafnframt tilnefna Dr. Lael Brainard sem varaseðlabankastjóra, en hún hefur starfað í stjórn Seðlabankans frá árinu 2014.

„Árangurinn undanfarna tíu mánuði er bæði til marks um þá efnahagsstefnu sem ég hef fylgt eftir og jafnframt þá festu sem hefur einkennt ákvarðanatöku Seðlabankans undir stjórn Powell og Dr. Brainard. Þetta hefur átt sér stað í verstu niðursveiflu í nútímasögu Bandaríkjanna en að endingu hefur þetta leitt okkur að efnahagsbata", sagði Joe Biden í tilkynningu á vegum Hvíta hússins.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal þarf Powell stuðning meirihluta þingmanna í öldungadeild Bandaríkjaþings en gert er ráð fyrir að honum takist það.