Um áramótin síðustu sameinuðust upplýsingatæknifyrirtækin Premis, Omnis og Netvistun undir nafni Premis.

Starfsmenn eru þegar fluttir í húnæði Premis í Hádegismóum en fyrirtækið mun byggja á tveimur meginstoðum; annars vegar tölvuþjón­usta, kerf­is­rekst­ur og hýs­ing og hins vegar og hug­búnaðarlausn­ir og vefsíðugerð.

Krist­inn Elv­ar Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Prem­is, mun leiða sam­einað fé­lag en hann telur mikil tækifæri felast í sameiningunni. Í til­kynn­ingu um sameininguna seg­ir að Omn­is hafi mikla reynslu í nýt­ingu skýja­lausna en að Prem­is sé aft­ur á móti með öfl­uga hýs­ing­arþjón­ustu. „Við telj­um að lausn­ir framtíðar fel­ist í að tvinna sam­an hag­kvæmni skýja­lausna við hýs­ingu þeirra kerfa sem þurfa ná­lægðina.“