Dótturfyrirtæki fjárfestingafélagsins Kvosar, Delta Plus í Búlgaríu, hefur tryggt sér það áhugaverða verkefni að prenta búlgörsku útgáfuna af elstu og þekktustu alfræðiorðabók heimsins, Encyclopaedia Britannica.

Í frétt á heimasíðu Kvosar kemur fram að í þessu metnaðarfulla verkefni felst að vikulega er gefinn út hluti af þessu tímamótaverki. Verk af þessu tagi og þessari stærðargráðu kallar á mikinn áreiðanleika og vönduð vinnubrögð og er því skemmtileg áskorun og mikill heiður fyrir starfsfólk og stjórnendur Delta Plus segir í fréttinni.

Encyclopaedia Britannica hefur stundum verið kölluð heimild allra heimilda og býðst hún einnig á netinu.