*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 8. nóvember 2013 09:29

Prentmet segir einelti stríð á hendur

Prentmet fær framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins til liðs við sig.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Prentmet tók í dag upp eineltisáætlun samkvæmt Olweusarverkefninu gegn einelti. Ekki er vitað um önnur fyrirtæki sem hafa tekið þessa áætlun upp. 

„Það hefur alltaf verið í  starfsmannastefnu Prentmets að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd. Að vinna gegn einelti og að bættum brag er hluti starfsmannastefnu fyrirtækisins. Mikilvægt er að starfsfólk upplifi alltaf að það sé öruggt í fyrirtækinu,“ segir í tilkynningu frá Prentmeti. 

Þorlákur Helgason framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins gegn einelti hefur komið að þjálfuninni og aðstoðað við gerð áætlunarinnar. 

Stikkorð: Prentmet