Sappi, einn stærsti pappírsframleiðandi í heimi, hefur tilkynnt hverjar eru prentsmiðjur ársins að mati fyrirtækisins. Prentmet fær silfurverðlaun fyrir framlag sitt til keppninnar, „Alfesca 2007“ í flokki ársskýrsla. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk prentsmiðja tekur þátt í keppninni.

38 framlög voru valin og veitt verðlaun, úr 1.500 sem bárust. Þarf af fengu 8 gullverðlaun, 14 silfurverðlaun og 16 bronsverðlaun.

Í fréttatilkynningu frá Sappi segir að ársskýrsla Alfesca hafi að mati dómnefndar verið snyrtileg með stílhreinum myndum sem pössuðu vel saman þegar þær stóðu gegn hverri annarri. Þá hafi pappírinn sem notaður var gert Prentmeti kleift að líkja framúrskarandi vel eftir útliti og áferð þeirra vara sem Alfesca framleiðir.