Prentútgáfa DV er farin í tímabundið útgáfuhlé. Þetta kemur fram í frétt á dv.is , en þar segir að ástæðan fyrir hléinu sé að heimsfaraldurinn hafi gert auglýsingasölu erfiða og hamlað útgáfu með ýmsum hætti.

Þá segir jafnframt að á meðan útgáfuhléi standi verði settur aukinn krafur í vefmiðilinn.

Nýjungar verði kynntar á næstu vikum og Tobba Marinósdóttir, sem sagði starfi sínu lausu fyrir rúmum mánuði síðan, muni áfram starfa hjá Torgi og fylgja þessum breytingum úr hlaði.