*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 8. janúar 2016 16:10

Pressan hagnast um 11,5 milljónir

Pressan ehf., stærsti eigandi DV og Vefpressunnar, hagnaðist en jók samtímis mjög við skuldir sínar.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður Pressunnar ehf. var 11,5 milljónir á árinu 2014. Þá jukust einnig skuldir félagsins um því sem nemur 203 milljónir króna. Heildareignir félagsins þann 31. desember 2014 námu 321,9 milljónum króna. Eigið fé var þá 50 milljónir króna.

Langtímaskuldir félagsins jukust um 148 milljónir króna milli ára, og skammtímaskuldir um 65 milljónir. Samtals jukust skuldir félagsins því um 203 milljónir króna.

Rekstrarhagnaður var 30 milljónir króna, en að frádregnum afskriftum, vaxtatekjum og gjöldum, tekjuskatti og ríkisgjalda nam hagnaður félagsins 11,475 milljónum króna. 

Eigendur Pressunnar ehf. eru fyrirtækin Kringluturninn og AB11 ehf. en þessi tvö félög eru bæði í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hvort tveggja til helmings hvers.