*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 29. janúar 2017 19:21

Pressan hagnast

Félagið Pressan ehf. hagnaðist um tæpar 11 milljónir árið 2015.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Félagið Pressan ehf. hagnaðist um tæpar 11 milljónir árið 2015 og dregst hagnaður fyrirtækisins lítillega saman milli ára. Árið áður hagnaðist Pressan um tæplega 11,5 milljónir. Í lok árs 2015 námu eignir Pressunar 600,8 milljónum og jukust þær talsvertmilli ára.

Í lok árs 2014 voru eignir félagsins um 322 milljónir. Eigið fé félagsins nam 157 milljónum í lok árs 2015. Langtímaskuldir félagsins jukust á milli ára, en í lok árs 2015 námu þær tæpum 256 milljónum króna.