*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 28. mars 2020 15:42

Primark skellir í lás

Eigandi fatakeðjunnar Primark, hefur ákveðið að loka öllum Primark verslunum tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins.

Ritstjórn
epa

Breska stórfyrirtækið Associated British Foods, eigandi fatakeðjunnar Primark, hefur ákveðið að loka öllum Primark verslunum tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins, að því er kemur fram í breska dagblaðinu The Times.

Fyrirtækið rekur 376 Primark verslanir í tólf löndum og starfa alls 78.000 manns hjá fatakeðjunni. Verður félagið vegna þessa af 650 milljónum punda í tekjur á hverjum mánuði.

Auk þess mun fyrirtækið hætta að leggja inn pantanir til birgja og framleiðenda sinna á meðan lokuninni stendur, en um 800 fyrirtæki sjá félaginu fyrir birgðum og framleiðslu á fötum Primark. Ætla má að tap þeirra vegna þessa sé þó nokkuð.  

Stikkorð: Primark kórónuveira