Primera Air hefur gengið frá samningum um flug frá Álaborg fyrir næsta vetur, en flugfélagið mun fljúga þaðan til Las Palmas, Tenerife, Fuerteventura, Madeira, Israel og Egyptalands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Félagið flýgur fyrir helstu ferðaþjónustufyrirtæki Danmerkur, meðal annars fyrir Bravo Tours, Thomas Cook, Tui og Apollo.

Primera Air er einnig með vélar staðsettar í Kaupmannahöfn og Billund og hefur flogið þaðan um árabil, en félagið hefur verið með danskt flugrekstrarleyfi frá 2009, þegar það flutti flugrekstur sinn frá Íslandi til Danmerkur.