*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 4. júlí 2018 09:02

Primera Air flýgur til Ameríku frá Stansted

Primera Air, flugfélag Andra Más Ingólfssonar, gerir nú tilraun til að koma á reglulegu áætlunarflugi til Ameríku frá Stansted í London.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Primera Air, flugfélag Andra Más Ingólfssonar, gerir nú tilraun til að koma á reglulegu áætlunarflugi til Ameríku frá Stansted í London og hófust ferðirnar í apríl. Þetta kemur fram á vefsíðunni turisti.is Fljúga þotur félagsins til Boston, Washington borgar og New York auk Toronto í Kanada.Engu flugfélagi hefur tekist að halda uppi áætlunarflugi til Ameríku frá Stansted þó svo að umferðin um flugvöllinn sé mikil. 

Á sama tíma og Primera Air hóf starfsemi sína á Stansted í vor þá bætti WOW air við flugi þangað en stór hluti farþega íslenska flugfélagsins er fólk á leið yfir hafið með millilendingu á Íslandi. WOW flýgur til sömu borga í Norður-Ameríku og Primera Air gerir og það má því segja að farþegar sem kjósa að fljúga frá Stansted til Bandaríkjanna og Kanada hafi aðeins úr tveimur flugfélögum og bæði eru þau í eigu Íslendinga. Primera Air hefur þó ekki verið með íslenskt flugrekstrarleyfi síðan árið 2009.

Samkvæmt tölum frá bresku flugumferðarstjórninni þá flugu 10.306 farþegar milli Íslands og Stansted í maí og það hafa verið farþegar WOW air því ekkert annað flugfélag flýgur á þessari leið. Á sama tíma nýttu 8.495 farþegar sé flugið frá Stansted til Bandaríkjanna í maí með Primera Air.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is