Primera Air fékk fjórðu Airbus 321NEO vél sína af 8, í Hamborg í gær, og mun hún fara í flug milli Parísar og New York allt árið um kring, en félagið flýgur nú frá París til New York, Boston, Toronto, Montreal og Tel Aviv. Vélin tekur 198 farþega í sæti, þarf af 16 sæti í Premium Class.

Primera Air verður með 16 vélar í rekstri á þessu ári, og fær 10 nýjar Boeing Max9 vélar afhentar á næsta ári, sem munu sinna flugi frá Evrópu til Bandaríkjanna og Kanada.

Velta félagsins á síðasta ári var 23.7 milljarðar króna og stefnir í 32 milljarða á þessu ári. Hagnaður félagsins var 604 milljónir á síðasta ári ( Ebitda), og hagnaður fyrir skatta 166 milljónir króna. Var hagnaður lakari en spár gerðu ráð fyrir og munaði þar mestu um einskiptikostnað sem féll til vegna tæringar í einni vél félagsins, en félagið missti hana úr rekstri í 10 mánuði. Í dag eru allar vélar félagsins í fullum verkefnum. Félagið fær Airbus vél nr. 5 afhenta í Hamborg þann 10.ágúst næstkomandi og mun hún hefja flug milli London og Washington, en í dag flýgur félagið frá London til New York, Toronto og Boston. Félagið þurfti að fella niður áætluð flug frá Birmingham í sumar þar sem Airbus afhenti ekki vélar á umsömdum tíma, og hafði það veruleg áhrif á fyrirhugaða áætlun. Frá Skandínavíu flýgur félagið frá Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Billund og hefur gert síðust 10 árin. Á árinu flytur félagið um 1,5 milljónir farþega