*

sunnudagur, 20. október 2019
Innlent 1. október 2018 16:14

Primera Air sagt gjaldþrota

Samkvæmt tölvupósti sem sendur á að hafa verið á alla starfsmenn Primera Air er flugfélagið gjaldþrota.

Ritstjórn
Andri Már Ingólfsson er forstjóri og eigandi Primera Travel Group.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sagt er frá því á nokkrum erlendum fréttasíðum að Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia muni sækja um gjaldþrotavernd á morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sagður er hafa verið sendur á starfsmenn félagsins.

Í póstinum eru ástæðurnar sagðar vera margar, en meðal annars hafi afhendingu nýrra Airbus flugvéla seinkað, sem leitt hafi til mikils kostnaðar vegna þess að félagið hafi þurft að leigja flugferðir af öðrum flugfélögum (svokallað „wet lease“). Ofan á það hafi svo bæst afbókanir, sem að lokum urðu félaginu um megn.

Eigandi félagsins, Andri Már Ingólfsson, er sagður hafa unnið að því að tryggja félaginu fjármagn til að geta haldið áfram rekstri, en það hafi ekki gengið eftir.

Starfsfólki er sagt að verið sé að vinna í að útvega þeim starfsmönnum sem eru erlendis á vegum félagsins flug heim.

Frétt á vefnum The Points Guy segir frá orðrómi um að vélar Primera á Stansted flugvellinum í London hafi verið kyrrsettar vegna vangoldinna flugvallargjalda, en að miðillinn hafi haft samband við flugvöllinn og talsmaður hans sagt orðróminn vera ósannan.

Pósturinn í heild sinni á ensku:

Dear colleagues,

It is with regret I am reaching out to you all this dark day. We have just been informed that both Primera Air Nordic and Primera Air Scandinavia will file for bankruptcy tomorrow October 2, 2018.

Currently flights are operating as normally and OCC, Crewing and Travel are working on arranging travel home for crews who happen to on outstations.

Reasons I am sure are many but very high cost for the aircrraft with corrosion last year as well as the delays of our new Airbuses lead to too high costs for wet lease and cancellations which in the end became too much for the airlines. Our owner was working on securing financing but was not able to in the end. This is what was stated during today’s staff meeting in the Riga office.

All the staff in the Riga office have been informed but official information will not be sent out until midnight by our owner. I understand it is difficult but please keep this to yourself if you can until after the official notification from the owner. In fact, I am not even authorized to send this email I think it is the right thing to do for all of you out there on the line. You deserve to know.

Fréttin hefur verið uppfærð.