Fyrirtæki Andra flytja um eina milljón farþega á ári og eru tekjurnar nánast allar erlendis frá. Stærsti markaður Primera er í Svíþjóð og eru um 40% tekna Primera þar og um 30% í Danmörku, en Noregur, Finnland og Ísland eru minni markaðir. Andri segir það ekki vera í myndinni að taka þátt í slagnum í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Við viljum einbeita okkur að mörkuðum þar sem við getum verið með heil- brigðan vöxt og eðlilega afkomu.“

Sex milljarða verðmiði

Meginþungi starfseminnar er í Primera Travel Group sem er móðurfélag allra ferðaskrifstofanna en samtals eru dótturfélög Primera Travel Group 12.

Primera Travel Group er metið á um 35 milljónir evra eða 5,6 milljarða króna samkvæmt efnahagsreikningi Primera ehf. sem á félagið 100% en virði þess í lok árs 2009 var um 3,4 milljarðar króna.

Er verðmiðinn á félaginu fundinn út frá stöðu eigin fjár Primera Travel Group í lok árs en á móti eigninni eru litlar skuldir, sem eru við eiganda félagsins. Andri vildi ekki gefa upp virði félagsins en hann á allt hlutafé félagsins og eina skuld þess er við hann sjálfan.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.