Primera Travel Group og Primera Air skiluðu samanlagt rétt rúmlega einum milljarði króna í hagnað í fyrra. Velta fyrirtækjanna jókst um 3% milli ára og nam 92 milljörðum króna árið 2013 og EBITDA hagnaður nam 2,5 milljörðum, sem sömuleiðis er 3% betri árangur en árið 2012.

Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group, segir að árið í fyrra hafi verið mjög gott og þar skipti ekki síst máli að reksturinn í Danmörku hafi tekið við sér á ný eftir sérstaklega slæmt ár árið 2012. „Félagið hefur styrkst mjög fjárhagslega á síðustu árum og er nú orðið með eitt hæsta eiginfjárhlutfall í sinni grein í Evrópu, 33% eiginfjárhlutfall í lok ársins. Þetta mun gefa félaginu gott sóknarfæri til vaxtar á núverandi sem og nýjum mörkuðum, bæði með innri vexti sem og með mögulegum yfirtökum þegar spennandi tækifæri gefast,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .