Bandaríski tónlistarmaðurinn og gítarsnillingurinn Prins er látinn, 57 ára að aldri. Hefur BBC þetta eftir talsmanni tónlistarmannsins, en Prince mun hafa látist á heimili sínu í Minnesota. Ekki er vitað að svo stöddu hver dánarorsök var.

Prince varð heimsfrægur á níunda áratugnum með útgáfu platna á borð við 1999 og Purple Rain og seldi hann yfir 100 milljónir eintaka af plötum sína yfir ferilinn.

Hann fæddist árið 1958 og byrjaði snemma að semja tónlist. Alls urðu plötur hans 30 talsins, en hann samdi einnig mikið fyrir aðra tónlistarmenn.