Dómari í Bretlandi hefur nú staðfest það með dómi að Pringles geti ekki verið kallaðar kartöfluflögur. Pringles er víðfrægt snakk sem hefur verið markaðssett sem kartöfluflögur um árabil.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Ónáttúruleg lögun flaganna og sú staðreynda að þær innihalda minna en 50% af kartöflum voru meðal ákvörðunarástæðna. Hver flaga er aðeins 42% kartöflur.

Búist er við því að framleiðendur Pringles muni spara mikinn pening vegna þessa en sparnaður mun koma fram í minni sköttum.

Í Evrópusambandinu er lagður sérstakur skattur á vörur sem framleiddar eru úr hráefnum eins og kartöflum.