*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 4. mars 2015 12:50

Prins Póló opnar snakkverksmiðju

Svavar Pétur og Berglind hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju að Karlsstöðum í Djúpavogshreppi

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, ventu kvæði sínu í kross og gerðust bændur fyrir ári síðan með það að markmiði að nálgast greinina með nýsköpun að leiðarljósi. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa að undanförnu unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju.

Snakkið nefnist sveitasnakk og er unnið úr heimaræktuðum gulrófum. Nú sér fyrir endann á verkefninu en enn vantar þó upp á fjármögnun, en ef hún gengur eftir á næstu vikum getur snakkið farið á markað næsta vor. Svavar Pétur og Berglind hafa því brugðið á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund, líkt og þau gerðu til að fjármagna framleiðslu á Bulsum sem nú fást víða. 

Fjárhæðin er nú komin upp í 2.121 evru, en markmiðið er að safna 10.000 evrum í heildina.