Hönnunarstúdíóið Volki er hugarfóstur hönnuðanna Olgu Hrafnsdóttur og Elísabetar Jónsdóttir. Nú hafa þær fengið til liðs við sig viðskiptafræðinginn Hugrúnu Pálu Sigurbjörnsdóttur og saman rekur þríeykið þessa vaxandi hönnunarlínu. Þær Olga og Elísabet bjuggu báðar lengi í Hollandi og þar hófst ævintýrið.

„Við byrjuðum í Hollandi á að endurvinna húsgögn, bólstra og slíkt, en það er svolítið erfitt að gera svoleiðis hér á heima,“ sagði Olga í samtali við Viðskiptablaðið. "Það er lítið framboð af gömlum húsgögnum sem maður kemst yfir hérlendis. Við urðum líka svo ástfangnar af ullinni okkar íslensku, fluttum hana út til Hollands og unnum með hana þar. Þegar við komum hingað heim þá fórum alveg út í framleiðslu og stofnuðu Volki. Við framleiðum og hönnum kolla, teppi, púða, trefla og fleira, allt úr ull. Svo höfum við hugann alltaf við endurvinnsluna og gerum eitt og eitt svoleiðis verkefni líka.“

Hönnunarfyrirtækið Volki
Hönnunarfyrirtækið Volki
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Volki bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna þann 22. mars síðastliðinn og ætla þær að nýta verðlaunaféð sem innborgun á prjónavél. Þær selja vörur sínar bæði á Íslandi og í Hollandi en hér heima fást vörurnar til dæmis í Netagerðinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.