*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Erlent 16. mars 2015 16:34

Procter & Gamble skoðar sölu snyrtivörumerkja sinna

Procter & Gamble skoðar möguleikann á að annð hvort selja snyrtivörumerkin sín eða skrá þau á hlutabréfamarkað.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Procter & Gamble skoðar það að selja eða skrá snyrtivörumerkin sín á hlutabréfamarkað. Talið er að þetta muni flýta fyrir áætlunum fyrirtækisins að losa sig við allt að 100 vörulínur. P&G hefur ekki gert upp við sig nákvæmlega hvaða vörulínur þeir myndu selja frá fyrirtækinu. Þetta segir í frétt Bloomberg.

Snyrtivörulínur fyrirtækisins innihalda meðal annars heimsþekktu vörumerkin Covergirl, SKII skin cream og Herbal Essence Shampoo. Í heildina skila snyrtivörumerki P&G um 19.5 milljarða bandaríkjadala í sölu á ári eða um 23% af heildarsölu fyrirtækisins samkvæmt ársskýrslu þeirra.

P&G hefur verið að endurskoða vörumerkin sín í samræmi við stefnu sína um að losa sig við þau vörumerki sem eru ekki í markaðsráðandi stöðu. Meðal þeirra vörumerkja sem eru talin líkleg til að vera seld eru vörumerki í flokki ilmvatna, snyrtivara og hárvara.

Einnig er P&G að skoða það að selja Wella Hair-Care sjampóið sem er metið á meira en 5 milljarða bandaríkjadala. En eins og kunnugt er seldi fyrirtækið batteríið Duracell til fjárfestans Warren Buffett í fyrra.

Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um 2,4% í dag í 83,75 dollara en hingað til hafa hlutabréf þeirra lækkaða um 10% á þessu ári.

Stikkorð: Procter & Gamble Covergirl P&G Procter