Prófanir lyfjafyrirtækisins AstraZeneca hafa hafist á ný eftir að hafa verið tímabundið hætt eftir að þátttakandi í prófunum varð fyrir óútskýrðum veikindum. Hreysti þátttakandans liggur ekki fyrir. Bóluefnið gæti verið tilbúið í lok árs.

Félagið er meðal þeirra fremstu í heiminum hvað varðar framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirufaraldrinum og hefur sagst geta boðið fram þrjá milljarða skammta. Umfjöllun á vef Bloomberg.

Sjá einnig: Átta þúsund vélar til að ferja bóluefni

Lyfjafyrirtækið hefur átt í samstarfi við Oxford-háskólann. Oxford hefur tilkynnt að um18 þúsund manns hafi fengið bóluefni frá téðum framleiðanda. Stefnt er að veita um 30 þúsund aðilum bóluefni sem er stig þrjú í þróunarferli bóluefnisins. Félagið er ekki að framleiða bóluefnið í hagnaðarskyni.