*

miðvikudagur, 28. október 2020
Innlent 27. ágúst 2020 15:26

Prófanir á MAX-vélunum hafnar í Evrópu

Í Evrópu munu prófanir á Boeing 737 MAX-vélunum hefjast 7. september næstkomandi, þær hófust fyrir tveimur mánuðum í BNA.

Ritstjórn
Boeing 737 Max flugvélar.
epa

Flugöryggisstofnun Evrópu mun hefja prófanir á þeim margumtöluðu Boeing 737 MAX-vélum 7. september næstkomandi í Kanada. Tilkynningin berst tveimur mánuðum eftir eftir að Bandarísk yfirvöld hófu sambærilegar prófanir. Umfjöllun á vef BBC.

Sjá einnig: Búast enn við 737 Max í mars

Þrátt fyrir að stofnunin muni samþykkja vélarnar er ekki þar sem sagt að þær fái grænt ljós um flug í Evrópu, fleira myndi þurfa til. Boeing vonast til þess að vélarnar verði komnar í loft á næsta ári en um helmingur af sölu félagsins kemur til vegna fyrrnefndra véla.

Vélarnar voru kyrrsettar á síðasta ári í kjölfar tveggja banvænna slysa.

Stikkorð: Boeing 737 Max-vélarnar