"Tölurnar sem ég hef séð eru nógu öfgakenndar til þess að ég myndi líta svo á að bóla sé á norska fasteignamarkaðinum ef ekki koma þá til einhverjar sérstakar ástæður sem réttlætt gætu svo mikla hækkun," segir Robert Shiller, prófessor við Yale-háskóla við norska fjölmiðla en hann er m.a. þekktur fyrir að hafa spáð fyrir að netbólan í upphafi tíunda áratugarins myndi springa.

Á síðustu 20 árum hefur raunverð húsnæðis í Noregi hækkað um 240% og síðustu fimm árin hefur verðið hækkað um 35%. Shiller segir þó erfitt að spá fyrir um hvenær bólan kunni að springa en ekki geti þó verið mjög langt í það.  Hann segir að það séu oftast ekki ytri þættir sem verði til þess að slíkar bólur springi og þannig hafi það ekki verið fjármálakreppan sem leiddi til hruns á húsnæðsimarkaðinum í Bandaríkjunum. Húsnæðisverðið hafi tekið að lækka frá árinu 2006 og það hafi verið sú verðlækkun sem á endanum leiddi til fjármálakrepppunnar. "Það var bólan sjálf sem varð til þess að bólan sprakk," segir Shiller.