Atkvæðagreiðsla hefur farið fram með félagsmanna Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls. Í atkvæðagreiðslunni var kosið um hvort verkfall skyldi fara fram frá miðnætti 1. desember næstkomandi sem staðið gæti til miðnættis 15. desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma.

Alls voru 313 á kjörskrá, en atkvæði greiddu 242 eða 77,3% félagsmanna . Já sögu 195 eða 80,6% þeirra sem greiddu atkvæði, en nei sögðu 47 eða 19,4%.

Samninganefnd Félags prófessora mun á næstu dögum funda með samninganefnd ríkisins og í framhaldinu mun stjórn félagsins taka afstöðu til þess hvort af verkfalli verður. Stjórnin vonast til að samningar náist án þess að komi til verkfalls.