Fylkiskosningar verða í heimaríki Angelu Merkel, Mecklenburg-Vorpommern, sem og í borgríkinu Berlín, 4. september næstkomandi.

Þær verða ákveðin prófraun á hvort ákvörðun kanslarans um að hleypa inn meira en milljón flóttamönnum síðan snemma á síðasta ári hafi fælt marga hefðbundna stuðningsmenn flokks hennar, CDU, frá.

Röð árása íslamista hafði áhrif á fylgið

Röð árása á almenna borgara framkvæmdar af flóttamönnum og öðrum afkomendum innflytjenda sem höfðu orðið fyrir áróðri öfgasinnaðra íslamista í sumar leiddi til þess að fylgi við hana féll umtalsvert og ýtti undir fylgi flokksins AfD, sem stendur fyrir Valkostur fyrir Þýskaland, en hann hefur staðið gegn innflytjendastefnu Merkel.

Merkel hefur staðið fast á sínu og sagt að hún muni halda stefnu sinni til streitu þrátt fyrir árásir og fylgistap. Skoðanakannanir sýna að AfD gæti ýtt flokki Merkel, kristilegum demókrötum í CDU út úr stjórn fylgjanna, í kjölfar aukinnar áherslu minni flokksins á öryggismál og andstöðu við óheftan innflytjendastraum.

Vilja stöðva óheftan innflutning

Leif-Erik Holm leiðir AfD í heimaríki Merkel sagði að „Við verðum að setja þrýsting á Berlín að stöðva óheftan fjöldainnflutning í ljósi íslamískra hryðjuverka,“ í sjónvarpsauglýsingu. Hann er sagður hafa kallað eftir nánari tengslum við Rússland.

Samkvæmt könnun sem gerð var í fylkjunum er fylgi AfD að nálgast fylgi CDU mjög, í Mecklenburg-Vorpommern er fylgi flokkanna þannig að

  • Sósíaldemókratar í SPD eru með 24% fylgi en fengu 35,6% í síðustu kosningum 2011
  • Kristilegir demókratar í CDU með 23% fylgi, sem er sama og kosningunum
  • Valkostur fyrir Þýskaland, AfD með 19%
  • Vinstriflokkurinn, Links, með 19% en var með 18,4%
  • Græningjar, með 6%, en voru með 8,7%
  • Aðrir flokkar hafa farið úr 14,3% í síðustu kosningum niður í 9%

Í borgríkinu Berlín er fylgi flokkanna þannig að:

  • SPD er með 23%, fengu 28,3% í síðustu kosningum
  • CDU með 18%, fengu 23,3%
  • AfD með 14%
  • Links með 15%, fengu 11,7%
  • Græningjar með 19%, fengu 17,6%
  • Frjálsir Demókratar með 5%, fengu 1,8%
  • Aðrir flokkar fengu 17,3% en mælast með 6% samanlagt.