Öllum prófunum á blöndungi fyrirtækisins Fjölblendis er lokið. Félagið var stofnað árið 1996 og hefur þróun á umhverfisvænni blöndungum fyrir minni mótora staðið yfir síðan þá.

Blöndungurinn byggir á svokallaðri TCT tækni, sem stendur fyrir Total Combustion Technology. Næstu skref eru að hefja framleiðslu á blöndungnum, sem er meðal annars hannaður fyrir sláttuvélar og minni bifhjól.

Uppfinningamaðurinn Kristján Ómarsson er meðal stofnenda félagsins en starfsmenn eru fjórir í dag. Þar af er einn staðsettur í Belfast. Prófanir hafa farið fram í Queens University í Belfast, hjá Orbital í Ástralíu auk þess sem Fjölblendir hefur átt í samstarfi við bandaríska sláttuvélaframleiðandann MTD um prófanir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

TCT - Blöndungar
TCT - Blöndungar
© BIG (VB MYND/BIG)
Kristján Ómarsson