*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 3. febrúar 2015 07:35

Promens áfram á Dalvík

Flutningur höfuðstöðva Promens úr landi mun ekki hafa áhrif á innlenda framleiðslu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtækið Promens, sem hefur verið selt erlendu fyrirtæki og hyggst flytja höfuðstöðvar sínar frá Íslandi, mun ekki stöðva starfsemi sína á Dalvík þrátt fyrir flutningana. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

„Ég heyrði af mögulegum flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins seint í haust. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá verða engar breytingar á innlendri starfsemi fyrirtækisins,“ segir Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, í samtali við Fréttablaðið.

Fyrirtækið hefur gefið út að flutningarnir séu tilkomnir vegna þess að Seðlabankinn hafi synjað því um undanþágu frá gjaldeyrishöftum.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að fyrirtækið hafi viljað kaupa gjaldeyri á afslætti, framhjá gjaldeyrisútboði bankans fyrir nokkra milljarða. Seðlabankinn hafi ekki veitt slíkar undanþágur.

Stikkorð: Már Guðmundsson Promens Dalvík
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is