Gert er ráð fyrri að kaupum Promens, dótturfyrirtæki Atorku, á Polimoon verði lokið þann 28. desember, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Kaupverðið er um 14,9 milljarðar króna (166 milljónir evra) og heildarvirði Polimoon (e. enterprise value) miðað við greitt verð er um 26,8 milljarðar króna (298 milljónir evra).

Promens  hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA : fjármögnun, samþykki samkeppnisyfirvalda, áreiðanleikakönnun og 90% samþykki hluthafa.  Þegar tilboðsfresturinn rann út föstudaginn 15. desember 2006 höfðu 99,85% hluthafa samþykkt tilboðið.

Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og breytanlegum lánum sem eru sölutryggð af Atorku hf. og Landsbanka Íslands hf., og með lánsfjármögnum frá DnB NOR. Auk þess veitir DnB NOR Polimoon yfirdráttarlínu vegna nýrra fyrirtækjakaupa.

Eftir kaupin verður Promens meðal stærstu iðnfyrirtækja á Íslandi, en að teknu tilliti til fullra áhrifa af fyrirtækjakaupum á árinu er ársvelta fyrirtækisins 720 milljónir evra árið 2006. Promens rekur eftir kaupin 60 verksmiðjur um allan heim og er með um 5.400 starfsmenn.

Promens hefur fram til þessa sérhæft sig í framleiðslu og vöruþróun á hverfisteyptum plasteiningum, og er í dag stærsta fyrirtækjasamsteypa í heimi á því sviði. Að teknu tilliti til ársveltu af fyrirtækjakaupum á árinu er velta Promens í hverfisteypu á ársgrundvelli um 150 milljónir evra fyrir árið 2006. Promens rekur 20 hverfisteypu verksmiðjur í tíu löndum og starfsmenn fyrirtækisins á því sviði eru um 1.400.

Polimoon var skráð í Kauphöllinni í Osló í apríl 2005 en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á umbúðum þ.m.t. neytenda-, efna-, lyfja- og matvælaumbúðum. Auk þess framleiðir félagið plastíhluti fyrir bíla- og rafeindaiðnaðinn. Helstu framleiðsluaðferðir sem fyrirtækið notar eru sprautusteypa (injection molding), blástursmótun (blowmolding) og vakúmmótun (thermoforming).

Meðal viðskiptavina Polimoon eru fyrirtæki á borð við Johnson & Johnson, L?Oreal, Pfizer, GE, Shell, Volvo og ABB. Polimoon rekur 40 verksmiður í 17 löndum í Evrópu. Áætluð ársvelta félagsins árið 2006 eftir að tekið hefur verið tillit til fullra áhrifa af öllum fyrirtækjakaupum nemur á ársgrundvelli um 570 milljónum Evra. ?Pro forma? rekstrarhagnaður án fjármagnsliða og afskrifta (EBITDA) er áætlaður um 57 milljónir Evra. Polimoon hefur vaxið mikið á síðustu árum með ytri vexti.

?Með kaupunum á Polimoon verðum við leiðandi fyrirtæki í plastiðnaði. Við sjáum mikil tækifæri til áframhaldandi vaxtar fyrir sameiginlegt félag, bæði á núverandi mörkuðum og á nýjum mörkuðum. Fyrirtækin eru bæði með traustan rekstur og hafa vaxið mikið, og við ætlum að halda því áfram. Polimoon er mjög vel rekið fyrirtæki og með öflugt stjórnunarteymi,? segir Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.

Promens hyggst reka Polimoon í óbreyttu formi og fylgja eftir núverandi stefnu félagsins. Rekstur Polimoon verður aðskilinn frá rekstri hverfisteyptra plasteininga Promens. Hið sameinaða félag mun ná fram hagræðingu með sameiginlegum innkaupum og miðlun þekkingar innan fyrirtækisins. Arne Vraalsen, forstjóri Polimoon, mun áfram stýra Polimoon eftir yfirtökuna.

?Kaup Promens er mjög jákvætt skref fyrir Polimoon. Ég sé mikil tækifæri í að stækka félagið áfram á arðbæran hátt,? segir Arne Vraalsen.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka var aðalráðgjafi kaupenda við kaupin ásamt ABG Sundal Collier Norge ASA. Advokatfirmaet Schjødt AS veitti Promens lögfræðiaðstoð.